Þessir sækja um stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs
Föstudagur, 18. Júní 2010 11:22

ibudalanasjodur_Borgartuni

 

Tuttugu og sex sækja um stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Fjórtán drógu umsókn sína til baka þegar ljóst varð að Pressan myndi birta nöfn allra umsækjenda.

 

Starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs var auglýst laust til umsóknar í lok apríl. Stjórn Íbúðalánasjóðs, skipuð af félagsmálaráðherra, ræður framkvæmdastjóra til fimm ára í senn og eru starfskjör ákveðin af kjararáði.

 

Gerð var krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi og víðtæka þekkingu og reynslu af fjármálastarfssemi. Þá var þekking á íbúðalánum sögð æskileg og sömuleiðis reynsla af stjórnun og rekstri.

 

Guðmundur Bjarnason hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs í rúm 10 ár en hann lætur af störfum 1. júlí næstkomandi.

 

Hákon Hákonarson, formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, segir við Pressuna að hann geti ekki fullyrt að eftirmaður Guðmundar verði ráðinn í þessum mánuði. Það styttist í það en enn sé verið að taka viðtöl við umsækjendur.

 

Mér líst vel á þetta. Við höfum fengið umsóknir frá mörgum hæfum einstaklingum. Þetta er álitleg og áhugaverð staða svo að það kom mér ekki á óvart að við fengjum marga öfluga umsækjendur.

Á lista umsækjenda, sem Pressan fékk sendan í morgun eftir ítrekaðar fyrirspurnir, eru meðal annarra Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, Hallur Magnússon, ráðgjafi og fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, og Yngvi Örn Kristinsson, ráðgjafi og fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra.

 

Umsækjendur eru þessir:

 

 • Ágúst Önundarson miðlari
 • Ásta H. Bragadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri
 • Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri
 • Erla Sjöfn Jónsdóttir viðskiptafræðingur
 • Guðrún Árnadóttir ráðgjafi
 • Gunnsteinn R. Ómarsson verkefnastjóri
 • Hallur Magnússon ráðgjafi
 • Ingólfur V Guðmundsson ráðgjafi
 • Kristjón Jónsson ráðgjafi
 • Magnús Ingi Erlingsson verkefnastjóri
 • María Grétarsdóttir verkefnastjóri
 • Olga Hanna Möller sérfræðingur
 • Ragnar Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
 • Ragnar Sigurðsson lögfræðingur
 • Sif Jónsdóttir doktorsnemi
 • Sigrún Kjartansdóttir ráðgjafi
 • Sigurður Erlingsson verkefnastjóri
 • Sigurður Geirsson forstöðumaður
 • Smári Ríkarðsson ráðgjafi
 • Snorri Styrkársson verkefnastjóri
 • Trausti Harðarson forstjóri
 • Vigfús Kr. Hjartarson framkvæmdastjóri
 • Vignir Björnsson byggingarfræðingur
 • Vilhjálmur Wiium verkefnastjóri
 • Yngvi Örn Kristinsson ráðgjafi
 • Þórhallur Biering Guðjónsson framkvæmdastjóri

 

Fjórtán umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að ráðgjafafyrirtækið Capacent, sem annast ráðningarferlið á vegum stjórnar Íbúðalánasjóðs, tilkynnti þeim að nöfnin yrðu afhent Pressunni í samræmi við lög.

 

Heimild: pressan.is